Við leggjum metnað okkar í að koma til móts við óskir viðskiptavina.

Veitum ráðgjöf um val á pappír og framleiðsluleiðum.

Við svörum öllum fyrirspurnum og finnum réttar lausnir sem henta best hverju verkefni.

Við veitum örugga og góða þjónustu við gerð tilboða og verðáætlana.

Þjónusta

Öll almenn prentun á einum stað

Hvíta Örkin býður upp á alla almenna prentun en lögð er áhersla á Bækur, eyðublöð, umslög, bréfsefni, nafnspjöld og svipuð verkefni.

Vélakostur er góður til litaprentunar, ljósritunar, stafrænnar prentunar, fjölritunar og margvíslegs frágangs svo sem gormabindingar og heftivinnu.

  • Bæklingar
  • Umslög
  • Bréfsefni
  • Reikningar
  • Nafnspjöld
  • og fleira!

Sálmaskrár

Prentstofan Hvíta Örkin hefur sérhæft sig í prentun á sálmaskrám sem eru notaðar við útfarir. Hægt er að velja um útlit. svo sem myndir af krossum, gyllingu, englamyndir og fleira.

Ef einhverjar séróskir eru þá reynum við að uppfylla þær. Hægt að setja myndir í sálmaskrár og laga þær til eftir óskum viðskiptavina. Einnig prentum við þakkarkort og afgreiðum þau fljótt og vel ásamt umslögum. 

Sýnishorn af sálmaskrám

Smellið á myndirnar hér að neðan til að sjá sýnishorn í fullri stærð. 

Starfsmenn

Prentstofan Hvíta Örkin sf. tók til starfa þann 1. júní 1993. Stofnendur fyrirtækisins eru þeir Hjalti Valur Helgason og Ögmundur Kristinsson.

Starfsmenn eru Ögmundur Kristinsson, Agnes Guðjónsdótti og Jón Arason

Komdu í heimsókn

Líttu við í kaffi og við getum spjallað saman um bestu lausnina á þínu viðfangsefni.

Hvíta Örkin prentstofa
Reykjavík Natura
Reykjavíkurflugvelli
101 Reykjavík

Netfang: hvitaorkin@hvitaorkin.is

Sími: 551 0255
Kennitala: 5108211140
VSK númer: 30046

Sendu okkur línu

Hafðu samband og við munum svara þér um hæl – saman finnum við svo réttu lausnina fyrir þig.